Af hverju er hraðabestun mikilvæg ?

Af hverju er hraðabestun mikilvæg | Leitarvélar elska hraða vefi

Hraðabestun á vefsíðu er farinn að vera mjög mikilvægur þáttur hjá þeim sem vilja skara fram úr á veraldarvefnum.

Hérna höfum við tekið saman nokkra hluti sem skipta gríðarlegu máli þegar þú ert að kynna þína þjónusta eða selja þína þjónustu / vörur á netinu.

1. Leitarvélarnar elska hraðar vefsíður !

Hraði vefsíðu skiptir leitarvélarnar orðið gríðarlega miklu máli í dag og mun meira en áður fyrr þar sem að hraðabestun er orðinn mikilvægur þáttur þegar kemur að leitarvélabestun.

Leitarvélar eins og Google styðjast við yfir 200 factora þegar að þeir “ranka” vefsíður og hraði er einn af þeim stóru og í raun verðlaunar Google vefi sem hlaðast fljótar upp með því að birta þá hærra í leitarniðurstöðum, þannig ef vefurinn þinn er hægur eða í hægari kantinum að þá getur það haft mikil áhrif á það hvar þú endar í leitarniðurstöðunum.

Ef að vefsíðan þín er nokkuð vel uppbyggð fyrir leitarvélarnar en þú kannski ert ekki að skora nógu hátt á þeim að þá gæti verið vert að skoða það hvort að vefurinn þinn sé jafnvel bara of hægur. Samkvæmt mælingum eiga vefsíður og netverslanir að hlaðast innan 2ja sekúnda til að teljast

2. Meiri hraði = Meiri sala

Maður hefði í raun ekki trúa því hversu mikil áhrif hraðari vefsíða hefur á veltuna en þegar við höfum fengið að upplifa það af fyrstu hendi með viðskiptavinum okkar að þá höfum við verið að sjá ótrúlegar breytingar á fjölda pantanna eftir hraðabreytingu en á einni bókunarsíðu þá á 2ja vikna tímabili eftir hraðabestun (engar aukauglýsingar eða neitt þannig) að þá náðist sama velta á 2x vikum og á 2x mánuðum á undan.

Rannsóknir sýna að hverjar 100 millisekúndur í hraða geta aukið söluna um 1,11% og aðrar rannsóknir hafa sýnt að hver sekúnda í bætingu á hraða getur aukið conversion rate um 7% (en við höfum séð mun hærri tölur en þetta hingað til)

Smásölurisinn Walmart fann út úr því að hver sekúnda í bætingu hjá þeim jók conversion rate um 2% og einnig að hver hraðabæting um 100 millisekúndur jók veltuna um 1% sem eru rosaleg veltuaukning þar sem að Walmart er ekki að velta hundrað þúsund köllum heldur milljörðum.

 

3. Ef vefsíðan þín er hæg að þá eru notendur fljótir að yfirgefa hana

Það er bara staðreynd að notendur í dag eru smá óþolinmóðir þegar þeir eru að vafra um internetið og þeir gera í raun ráð fyrir því að vefsíður og netverslanir séu fljótar að hlaðast upp og í raun gera 47% notenda ráð fyrir því að vefsíða sé búin að hlaðast inn 2ja sekúnda og ef að vefsíðan er 3 sekúndur eða meira að hlaðast að þá munu samkvæmt rannsóknum 40% yfirgefa síðuna og það er rosalega stórt hlutfall.

Ein könnun leiddi í ljós að 79% þeirra sem upplifa hæga síðu munu ekki heimsækja hana aftur.

Því hraðari sem vefsíðan þín er því betri er upplifun notendans en hæg vefsíða hefur neikvæð áhrif upplifun notandans af starfsemi / þjónustu þinni.

 

Samantekt um kosti hraðabestunnar

Kostir þess að hraðabesta vefsíðuna þína eru í raun óumdeilanlegir eins og fram hefur komið hér að ofan en til að taka þetta aðeins saman í styttri útgáfu að þá eru hérna góðir punktar:

  • Hraðari vefsíða/netverslun skilar þér meiri árangri í leitarvélabestun (skorar hærra á leitarvélunum)
  • Hraðari vefsíða/vefverslun getur aukið veltuna þína og “conversion rate”
  • Með hraðari vefsíðu/netverslun þá geturðu minnkað brottfallið (bounce rate) töluvert
  • Hraðari vefsíða/netverslun fær notendur til að vera vafra lengur um á síðunni þinni
  • Með hraðari og betrumbættri vefsíðu að þá eykirðu upplifun notandans á jákvæðan hátt.
  • Hver sekúnda í hraða skiptir gríðarlega miklu máli

Ef að vefsíðan / netverslunin þín er hæg í dag og þú ert að eyða pening í auglýsingar að þá er betra að byrja á því að fjárfesta í hraðabestun og fara svo aftur í auglýsingarnar en hraðabestun hjálpar eins og áður hefur komið fram við leitarvélabestun og það minnkar einnig “bounce rate” sem þýðir í raun að þú ert líklegri til að fá notendur til að þess að kaupa vöru / þjónustu með hraðari vefsíðu.

Hraðabestun.com býður upp á hraðabestun & leitarvélabestun á WordPress vefsíðum, WooCommerce netverslunum og Shopify vefverslunum.

Related Posts