Það er fáir sem eru hrifnir af hægri vefsíðu en 47% af notendum missa þolinmæðina og fara af vefsíðunni ef hún er lengur en 2 sekúndur að hlaðast. Hröð vefsíða tryggir líka betri upplifun notandans að vefsíðunni og gerir hann líklegri til að skoða fleiri síður / vörur hjá þér.
Hversu fljótt vefsíða hleðst upp er orðinn einn af mikilvægu þáttunum þegar kemur að leitarvélabestun. Hraðari vefsíða getur skilað hærri leitarniðurstöðum sem getur skilað fleiri heimsóknum.
Hraði skiptir máli og því hraðari vefsíðu sem þú ert með því líklegri ertu til að hækka hlutfall seldra vara/þjónustu. Tölfræðin segir að hver sekúnda geti skaðað "conversion rates" um 7%! Ef vefsíðan þín er hæg í dag að þá gæti hún átt mikið inni með góðri hraðabestun.